700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 13:54 Íbúar og viðbragðsaðilar hjálpast að við að grafa fórnarlömb upp úr skriðunni. AP/Mohamud Omer Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Reuters greinir frá. Aurskriðan féll snemma morguns á laugardag og grófust margir undir henni á meðan þau sváfu. Serhan Aktoprak, talsmaður Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar á svæðinu, segir tölurnar miða við útreikninga embættismanna í Enga-héraði þar sem viðbragðsstarf fer nú fram. Ekki er búist við því að margir komi til með að finnast lifandi. Heilu þorpin grófust með öllu þegar skriðan féll.AP/Kafuri Yaro Fimm hafa fundist látnir ásamt fótleggi hins sjötta. Fjöldi húsa hafa grafist undir aurskriðunni og eyðilagst en vegna hræringa í jörðinni hefur einnig þurft að rýma 250 hús til viðbótar. Þá eru fleiri en tólf hundruð manns á vergangi. „Jörðin er enn á hreyfingu, grjóthrun er algengt og sprungur myndast í undirlaginu vegna stöðugs aukins þrýstings auk þess sem grunnvatn rennur undir þessu öllu þannig svæðið er mjög hættulegt fyrir alla,“ segir Serhan Aktoprak um aðstæður við björgunarstarfið. Viðbragðsaðilar hafa gefið upp alla von á því að fólk finnist lifandi undir skriðunni sem er á mörgum stöðum á bilinu sex til átta metra djúp. Papúa Nýja-Gínea Náttúruhamfarir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Reuters greinir frá. Aurskriðan féll snemma morguns á laugardag og grófust margir undir henni á meðan þau sváfu. Serhan Aktoprak, talsmaður Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar á svæðinu, segir tölurnar miða við útreikninga embættismanna í Enga-héraði þar sem viðbragðsstarf fer nú fram. Ekki er búist við því að margir komi til með að finnast lifandi. Heilu þorpin grófust með öllu þegar skriðan féll.AP/Kafuri Yaro Fimm hafa fundist látnir ásamt fótleggi hins sjötta. Fjöldi húsa hafa grafist undir aurskriðunni og eyðilagst en vegna hræringa í jörðinni hefur einnig þurft að rýma 250 hús til viðbótar. Þá eru fleiri en tólf hundruð manns á vergangi. „Jörðin er enn á hreyfingu, grjóthrun er algengt og sprungur myndast í undirlaginu vegna stöðugs aukins þrýstings auk þess sem grunnvatn rennur undir þessu öllu þannig svæðið er mjög hættulegt fyrir alla,“ segir Serhan Aktoprak um aðstæður við björgunarstarfið. Viðbragðsaðilar hafa gefið upp alla von á því að fólk finnist lifandi undir skriðunni sem er á mörgum stöðum á bilinu sex til átta metra djúp.
Papúa Nýja-Gínea Náttúruhamfarir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira