Kjósum alvöru forseta en ekki óbreytt ástand Kári Allansson skrifar 27. maí 2024 16:00 Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar