Munurinn á meðgöngu- og fæðingarsjúkdómum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóhann Óli Eiðsson Fæðingarorlof Heilbrigðismál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun