Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 16:26 Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí til 11. ágúst. EPA Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra. Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra.
Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira