Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:21 Þetta segir Fico í langri ræðu sem hann birti á Facebook í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara. Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara.
Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira