Ekkja leiðtoga ISIS leysir frá skjóðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 14:13 Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadi, sem var svokallaður kalífi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, segist hafa fordæmt gjörðir eiginmanns síns. Getty Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar. Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum. Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum.
Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira