Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 12. júní 2024 22:22 Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðbrögð lögreglu hafa komið sér á óvart. Aðsend Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira