Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 07:32 Forseti Kýpur var fljótur að ítreka að landið væri hlutlaust og ekki partur af vandanum, heldur lausninni. epa/Lukasz Gagulski Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira