Takk fyrir tímamótafrumvörp í þágu mannréttinda og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2024 08:01 Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar