Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2024 13:34 Oddur Ástráðsson er lögmaður hópsins en hann segir aðgerðir lögreglu, þann 31. maí, gegn mótmælendum úr öllu hófi miðað við tilefnið. vísir/vilhelm Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42