Hvers vegna getur ein greiðsla á ári frá TR verið góður kostur? Sigurjón Skúlason skrifar 28. júní 2024 10:30 Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun