Hvers vegna getur ein greiðsla á ári frá TR verið góður kostur? Sigurjón Skúlason skrifar 28. júní 2024 10:30 Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar