Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 07:48 Baldwin leið augljóslega illa í réttarsalnum í gær. AP/Santa Fe New Mexican/Luis Sánchez Saturno Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent