Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 07:48 Baldwin leið augljóslega illa í réttarsalnum í gær. AP/Santa Fe New Mexican/Luis Sánchez Saturno Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira