Segja Musk hyggjast styrkja Trump um 45 milljónir dala á mánuði Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2024 06:32 Trump mætti vígreifur á landsþing Repúblikana sem hófst í gær. Auður Musk er metinn á 252 milljarða dala. AP/epa Auðjöfurinn Elon Musk hyggst leggja kosningabaráttu Donald Trump til 45 milljónir dala á mánuði en hann hefur þegar gefið umtalsverðar upphæðir til framboðsins. Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira