Eitraði fyrir sjálfri sér og ferðafélögum sínum með blásýru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 10:13 Blásýra fannst í öllum tebollunum sem drukkið var úr. Lögregluyfirvöld á Taílandi Blásýra fannst í tebollum á Grand Hyatt Erawan-hótelinu í Bangkok á Taílandi þar sem sex fundust látnir á þriðjudag. Einn af látnu er grunaður um að hafa eitrað fyrir hópnum. Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt. Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt.
Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira