„Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 17:11 Einar Þorsteinsson segist líta málið alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa óskað eftir því að óháð úttekt verði gerð á málefnum leikskólans Brákarborgar og komist að því hvar ábyrgðin liggi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent