Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 14:11 Carles Puigdemont með hnefa á lofti eftir að hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Barcelona í dag. Í baksýn er katalónsi fáninn, La senyera. AP/Joan Mateu Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent