Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 08:46 Lekandi orsakast af bakteríunni Neisserie gonerroheae. Getty/BSIP/UIG Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Samkvæmt umfjöllun Guardian greindust fimmtán með stofna lekanda sem reyndust ónæmir fyrir sýklalyfinu ceftriaxone á tímabilinu júní 2022 til maí 2024. Ceftriaxone er fyrsta val þegar einstaklingur greinist með lekanda. Nokkrir þessara fimmtán þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og fá blöndu af sýklalyfjum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar og alvarlegar afleiðingar, sem geta meðal annars verið bólgur í kviði og ófrjósemi. Fimm greindust með ofur-ónæma stofna lekanda, sem þýðir að bakteríurnar reyndust ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja. Fyrir árið 2022 höfðu aðeins níu tilvik af sýklalyfjaónæmum lekanda greinst á Englandi. Samkvæmt UK Health Security Agency (UKHSA) eru flestir þeirra sem hafa greinst gagnkynhneigðir og á þrítugsaldri. Þá eru flestir taldir hafa smitast utanlands en vitað er um smit innanlands. Um það bil 85 þúsund manns greindust með lekanda á Englandi í fyrra, þannig að um er að ræða afar lítinn fjölda. Kynsjúkdómasmitum fer hins vegar fjölgandi og sérfræðingar hafa áhyggjur af því að aukin útbreiðsla gæti leitt til aukins sýklalyfjaónæmis. Í versta falli gæti farið svo að ekki verði hægt að meðhöndla lekanda og því er fólk hvatt til að nota smokkinn og láta athuga sig ef grunur leikur á smiti. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland England Kynlíf Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian greindust fimmtán með stofna lekanda sem reyndust ónæmir fyrir sýklalyfinu ceftriaxone á tímabilinu júní 2022 til maí 2024. Ceftriaxone er fyrsta val þegar einstaklingur greinist með lekanda. Nokkrir þessara fimmtán þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og fá blöndu af sýklalyfjum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar og alvarlegar afleiðingar, sem geta meðal annars verið bólgur í kviði og ófrjósemi. Fimm greindust með ofur-ónæma stofna lekanda, sem þýðir að bakteríurnar reyndust ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja. Fyrir árið 2022 höfðu aðeins níu tilvik af sýklalyfjaónæmum lekanda greinst á Englandi. Samkvæmt UK Health Security Agency (UKHSA) eru flestir þeirra sem hafa greinst gagnkynhneigðir og á þrítugsaldri. Þá eru flestir taldir hafa smitast utanlands en vitað er um smit innanlands. Um það bil 85 þúsund manns greindust með lekanda á Englandi í fyrra, þannig að um er að ræða afar lítinn fjölda. Kynsjúkdómasmitum fer hins vegar fjölgandi og sérfræðingar hafa áhyggjur af því að aukin útbreiðsla gæti leitt til aukins sýklalyfjaónæmis. Í versta falli gæti farið svo að ekki verði hægt að meðhöndla lekanda og því er fólk hvatt til að nota smokkinn og láta athuga sig ef grunur leikur á smiti. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland England Kynlíf Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira