„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2024 16:19 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir bólusetningarátakið á Gasa gríðarerfitt og flókið verkefni. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. „Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr. Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
„Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr.
Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47