Öryggi í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 2. september 2024 12:31 Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun