Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 09:50 Krikket nýtur mikilla vinsælda í Suður-Asíu. Getty Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila. Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið. Ítalía Bangladess Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið.
Ítalía Bangladess Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent