Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 08:45 Aðgerðasinnar halda á lofti plakötum með mynd af Eygi við útför hennar á Vesturbakkanum á mánudag. AP/Nasser Nasser Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum. Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum.
Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57