Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 15:36 Metan losnar meðal annars þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í ruslahaugum eins og þessum í Jakarta á Indónesíu. AP/Tatan Syuflana Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira