Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar 12. september 2024 13:30 Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar