Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar 13. september 2024 09:45 Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar