Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar 13. september 2024 07:46 Áherslur á útlit í nútímasamfélagi eru gríðarlegar. Alls staðar sjáum við fólk sem lítur „fullkomlega“ út. Í þáttum, bíómyndum, tímaritum og - kannski hvað mest - á samfélagsmiðlum. Skilaboðin um mikilvægi útlits og að fegurð (sem er auðvitað staðlað og einsleitt fyrirbæri!) muni færa okkur hamingju, velgengni og aðdáun eru stanslaus og alltumlykjandi - og alltaf með sama undirtóninn; að í fegurð felist virði, sátt og samþykki. Ef þú uppfyllir ekki ekki þessa skemmtilega einsleitu og stöðluðu samfélagslegu kröfur um útlit, skaltu sko hunskast til að gera eitthvað í þínum málum. Allar hrukkur, fellingar, bólur og önnur ummerki þess að þú sé í eðli þínu ófullkomin manneskja skulu víkja - þá fyrst geturu orðið hamingjusamur. Það er því kannski ekki skrítið að fólk sé í hinni endalausu leit að flekklausu útliti og ennfremur að fólk hafi áhyggjur ef sú leit gengur ekki eftir. Ég er samt alls ekki að segja að útlit eigi ekki að skipta máli. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að huga að útlitinu í einhverjum mæli. Til að mynda benti ein rannsókn vestanhafs til þess að 82% karla og 92% kvenna segi að eigið útlit skipti sig máli og þau vilji stuðla að því að bæta það. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Það hefur nefnilega alltaf skipt okkur máli og stuðlað að okkar afkomu að tilheyra hóp og vera samþykkt af öðrum. Þá hjálpar að koma vel fyrir - og hvernig við lítum út er hluti af því. En hvenær verða áhyggjur af útliti að vandamáli? Stundum gerist það - og líklega í meiri mæli nú en áður - að neikvæðar hugsanir tengdar útliti verða það miklar og ákafar að þær byrja að trufla fólk í daglegu lífi. Nýleg rannsókn í Bretlandi benti til að mynda til þess að einn af hverjum þremur unglingum og fimm fullorðnum skammast sín fyrir útlit sitt. Í sumum tilvikum byrja áhyggjur að herja á fólk í marga klukkutíma á dag og geta þær orðið eins konar þráhyggja sem leyfir fáu öðru að komast að. Þessi þráhyggja getur snúið að öllu mögulegu -- líkamslögun, húð, nefi, hári og svo mætti endalaust telja -- og reynir alltaf að sannfæra fólk um það sama: að það líti hræðilega út og því verði hafnað, ekki samþykkt eða útskúfað vegna þess. Þessu ástandi fylgir eðlilega mikill og hamlandi kvíði en ekki síður skömm. Þegar áhyggjur verða svona miklar og sannfærandi er skiljanlegt að fólk byrji að verja miklum tíma (oft mörgum klukkustundum daglega) í að reyna að laga það sem það er ósátt með (kroppa bólur, klippa hár, verja miklum tíma í ræktinni), fela það (með klæðaburði, snyrtivörum o.fl.) eða forðast aðstæður sem myndu bera á því (augnsamband, björt ljós, sundlaugar, samskipti, myndatökur o.fl.). Spegillinn verður versti óvinur fólks og festist það tímunum saman í að einblína og grandskoða með ofuráherslu á það sem það er óánægt með - eða byrjar að forðast spegla alfarið. Margir reyna að lifa eðlilegu lífi, mæta til vinnu og sinna samskiptum, en ná aldrei almennilega að gleyma sér í því sem skiptir þau máli. Fólk verður gríðarlega meðvitað um sig, hvernig það lítur út og hvort aðrir séu að horfa á sig og dæma. Ljóskastarinn beinist sífellt meira inn á við. Á endanum byrja sumir að forðast að mæta til vinnu, sinna samskiptum og daglegu lífi, sannfært um að vandinn snúist um útlitið þeirra og þau geti ekki látið sjá sig. Það er því kannski ekki skrítið að þessu hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt. Líkamsskynjunarröskun (body dysmorphic disorder) En kannski snýst vandinn ekki um útlitið. Kannski snérist hann aldrei um það. Þó fólki líði þannig. Þó fólk upplifi það og sjái það jafnvel með eigin augum! Því til stuðnings getur einstaklingur sem er heltekinn af áhyggjum af útliti átt eineggja tvíburabróður - sem lítur nákvæmlega eins út - sem er sáttur með útlitið sitt og lifir lífi sem stýrist ekki af áhyggjum af því. Þetta snýst nefnilega um upplifun og þá sérstaklega þá líkamsímynd sem við höfum af okkur og rannsóknir sýna að á meðal okkar allra er ákveðið ósammræmi á milli líkamsímyndar okkar og þess hvernig við lítum í raun út. Stundum verður þetta misræmi mjög mikið - og fólk upplifir að það líti hræðilega út á meðan allir í kringum það sjá (og jafnvel segja) hið gagnstæða. Það sem er öllu mikilvægara er að þegar fólk upplifir útlit sitt á þennan hátt byrjar það að einblína meira á það, verja meiri tíma í að laga það, fela það eða forðast aðstæður. En sú hegðun virðist bara gera hlutina verri. Oft líða árin og og markvissar tilraunir til þess að draga úr útlitstengdum áhyggjum með því að forðast, fela okkur og laga útlitið, virðast hafa gagnstæð áhrif. Áhyggjur aukast, líðan versnar og líkamsímynd brenglast enn meira. Lausnin er orðin að vandanum og fólk festist í vítahring sem það veit ekki hvernig á að komast út úr. Þessi vítahringur ber hið virðulega og skemmtilega nafn líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder). Þessi röskun hrjáir 1-2% fólks á hverjum tímapunkti - jafnt konur sem karla - og getur verið mjög hamlandi eins og að ofan er lýst. Hún er því miður falin í samfélaginu, sökum þess að fólk skammast sín gríðarlega fyrir að vera svona upptekið af útliti sínu og upplifir sig hégómafullt. Þessi hópur er líka ólíklegri til að leita sér aðstoðar því það trúir því að vandinn snúist um útlitið en ekki kvíða. Ef þú tengir við þennan vítahring eða finnst eins og áhyggjur af útliti séu að valda þér mikilli vanlíðan og jafnvel farnar að stýra lífi þínu á einhvern hátt, hvet ég þig til opna á þá kenningu að kannski eigi þjáningar þínar sér sálfræðilegar en ekki útlitslegar skýringar og í framhaldinu leita þér viðeigandi aðstoðar hjá fagaðila. Rannsóknir sýna að með hugrænni atferlismeðferð sem er sérstaklega sniðin að líkamskynjunarröskun má ná sérlega góðum árangri. Ef þú vilt kynna þér líkamsskynjunarröskun nánar, mæli ég með eftirfarandi lesefni: https://bdd.iocdf.org/ https://bddfoundation.org Overcoming Body Image Problems including BDD (Veale, Wilson & Clarke, 2009) Höfundur er sálfræðingur við Kvíðaklíníkina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Áherslur á útlit í nútímasamfélagi eru gríðarlegar. Alls staðar sjáum við fólk sem lítur „fullkomlega“ út. Í þáttum, bíómyndum, tímaritum og - kannski hvað mest - á samfélagsmiðlum. Skilaboðin um mikilvægi útlits og að fegurð (sem er auðvitað staðlað og einsleitt fyrirbæri!) muni færa okkur hamingju, velgengni og aðdáun eru stanslaus og alltumlykjandi - og alltaf með sama undirtóninn; að í fegurð felist virði, sátt og samþykki. Ef þú uppfyllir ekki ekki þessa skemmtilega einsleitu og stöðluðu samfélagslegu kröfur um útlit, skaltu sko hunskast til að gera eitthvað í þínum málum. Allar hrukkur, fellingar, bólur og önnur ummerki þess að þú sé í eðli þínu ófullkomin manneskja skulu víkja - þá fyrst geturu orðið hamingjusamur. Það er því kannski ekki skrítið að fólk sé í hinni endalausu leit að flekklausu útliti og ennfremur að fólk hafi áhyggjur ef sú leit gengur ekki eftir. Ég er samt alls ekki að segja að útlit eigi ekki að skipta máli. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að huga að útlitinu í einhverjum mæli. Til að mynda benti ein rannsókn vestanhafs til þess að 82% karla og 92% kvenna segi að eigið útlit skipti sig máli og þau vilji stuðla að því að bæta það. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Það hefur nefnilega alltaf skipt okkur máli og stuðlað að okkar afkomu að tilheyra hóp og vera samþykkt af öðrum. Þá hjálpar að koma vel fyrir - og hvernig við lítum út er hluti af því. En hvenær verða áhyggjur af útliti að vandamáli? Stundum gerist það - og líklega í meiri mæli nú en áður - að neikvæðar hugsanir tengdar útliti verða það miklar og ákafar að þær byrja að trufla fólk í daglegu lífi. Nýleg rannsókn í Bretlandi benti til að mynda til þess að einn af hverjum þremur unglingum og fimm fullorðnum skammast sín fyrir útlit sitt. Í sumum tilvikum byrja áhyggjur að herja á fólk í marga klukkutíma á dag og geta þær orðið eins konar þráhyggja sem leyfir fáu öðru að komast að. Þessi þráhyggja getur snúið að öllu mögulegu -- líkamslögun, húð, nefi, hári og svo mætti endalaust telja -- og reynir alltaf að sannfæra fólk um það sama: að það líti hræðilega út og því verði hafnað, ekki samþykkt eða útskúfað vegna þess. Þessu ástandi fylgir eðlilega mikill og hamlandi kvíði en ekki síður skömm. Þegar áhyggjur verða svona miklar og sannfærandi er skiljanlegt að fólk byrji að verja miklum tíma (oft mörgum klukkustundum daglega) í að reyna að laga það sem það er ósátt með (kroppa bólur, klippa hár, verja miklum tíma í ræktinni), fela það (með klæðaburði, snyrtivörum o.fl.) eða forðast aðstæður sem myndu bera á því (augnsamband, björt ljós, sundlaugar, samskipti, myndatökur o.fl.). Spegillinn verður versti óvinur fólks og festist það tímunum saman í að einblína og grandskoða með ofuráherslu á það sem það er óánægt með - eða byrjar að forðast spegla alfarið. Margir reyna að lifa eðlilegu lífi, mæta til vinnu og sinna samskiptum, en ná aldrei almennilega að gleyma sér í því sem skiptir þau máli. Fólk verður gríðarlega meðvitað um sig, hvernig það lítur út og hvort aðrir séu að horfa á sig og dæma. Ljóskastarinn beinist sífellt meira inn á við. Á endanum byrja sumir að forðast að mæta til vinnu, sinna samskiptum og daglegu lífi, sannfært um að vandinn snúist um útlitið þeirra og þau geti ekki látið sjá sig. Það er því kannski ekki skrítið að þessu hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt. Líkamsskynjunarröskun (body dysmorphic disorder) En kannski snýst vandinn ekki um útlitið. Kannski snérist hann aldrei um það. Þó fólki líði þannig. Þó fólk upplifi það og sjái það jafnvel með eigin augum! Því til stuðnings getur einstaklingur sem er heltekinn af áhyggjum af útliti átt eineggja tvíburabróður - sem lítur nákvæmlega eins út - sem er sáttur með útlitið sitt og lifir lífi sem stýrist ekki af áhyggjum af því. Þetta snýst nefnilega um upplifun og þá sérstaklega þá líkamsímynd sem við höfum af okkur og rannsóknir sýna að á meðal okkar allra er ákveðið ósammræmi á milli líkamsímyndar okkar og þess hvernig við lítum í raun út. Stundum verður þetta misræmi mjög mikið - og fólk upplifir að það líti hræðilega út á meðan allir í kringum það sjá (og jafnvel segja) hið gagnstæða. Það sem er öllu mikilvægara er að þegar fólk upplifir útlit sitt á þennan hátt byrjar það að einblína meira á það, verja meiri tíma í að laga það, fela það eða forðast aðstæður. En sú hegðun virðist bara gera hlutina verri. Oft líða árin og og markvissar tilraunir til þess að draga úr útlitstengdum áhyggjum með því að forðast, fela okkur og laga útlitið, virðast hafa gagnstæð áhrif. Áhyggjur aukast, líðan versnar og líkamsímynd brenglast enn meira. Lausnin er orðin að vandanum og fólk festist í vítahring sem það veit ekki hvernig á að komast út úr. Þessi vítahringur ber hið virðulega og skemmtilega nafn líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder). Þessi röskun hrjáir 1-2% fólks á hverjum tímapunkti - jafnt konur sem karla - og getur verið mjög hamlandi eins og að ofan er lýst. Hún er því miður falin í samfélaginu, sökum þess að fólk skammast sín gríðarlega fyrir að vera svona upptekið af útliti sínu og upplifir sig hégómafullt. Þessi hópur er líka ólíklegri til að leita sér aðstoðar því það trúir því að vandinn snúist um útlitið en ekki kvíða. Ef þú tengir við þennan vítahring eða finnst eins og áhyggjur af útliti séu að valda þér mikilli vanlíðan og jafnvel farnar að stýra lífi þínu á einhvern hátt, hvet ég þig til opna á þá kenningu að kannski eigi þjáningar þínar sér sálfræðilegar en ekki útlitslegar skýringar og í framhaldinu leita þér viðeigandi aðstoðar hjá fagaðila. Rannsóknir sýna að með hugrænni atferlismeðferð sem er sérstaklega sniðin að líkamskynjunarröskun má ná sérlega góðum árangri. Ef þú vilt kynna þér líkamsskynjunarröskun nánar, mæli ég með eftirfarandi lesefni: https://bdd.iocdf.org/ https://bddfoundation.org Overcoming Body Image Problems including BDD (Veale, Wilson & Clarke, 2009) Höfundur er sálfræðingur við Kvíðaklíníkina
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun