Tuttugu konur saka Mohamed Al Fayed um kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 07:16 Konurnar lýsa Fayed sem skrýmsli. Getty/BBC News/Jeff Overs Um 20 konur hafa sakað Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda Harrods, um kynferðisofbeldi, þar af fimm um nauðgun. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC, Al Fayed: Predator at Harrods. Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið. Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira