Tuttugu konur saka Mohamed Al Fayed um kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 07:16 Konurnar lýsa Fayed sem skrýmsli. Getty/BBC News/Jeff Overs Um 20 konur hafa sakað Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda Harrods, um kynferðisofbeldi, þar af fimm um nauðgun. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC, Al Fayed: Predator at Harrods. Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið. Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira