Valdatafl Skák og Mát! Lárus Guðmundsson skrifar 27. september 2024 11:00 Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun