Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 14:52 Fjármálaráðherra segir bankana ekki mega sitja á vaxtalækkunum. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira