Milton safnar aftur krafti Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 22:24 Talið er að Milton geti valdið mikilli eyðileggingu í Flórída. AP/NOAA Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024 Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024
Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16