Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar 9. október 2024 12:32 Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar