Hafa birt myndskeið af síðustu augnablikum Sinwar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:55 Sinwar flúði særður inn í byggingu, þar sem hann fannst og var drepinn. AP/IDF Ísraelsher hefur birt myndskeið sem er sagt sýna hinstu stund Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas og skipuleggjanda árásanna 7. október. Eftir því sem næst verður komist voru þrír hermenn Ísraelshers við leit í Tal El Sultan í suðurhluta Gasa í gær, þegar þeir komu auga á þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Skutu þeir á mennina og skotbardagi braust út. Hermennirnir vissu ekki að Sinwar væri einn af þremenningunum. Hann særðist í skotárásinni en tókst að flýja inn í byggingu. Skömmu síðar var dróni sendur inn í umrædda byggingu og á myndskeiðinu má sjá mann klæddan höfuðklút, sem herinn bar seinna kennsl á sem Sinwar. Sat hann í stól í húsarústunum og var augljóslega særður. Raw footage of Yahya Sinwar’s last moments: pic.twitter.com/GJGDlu7bie— LTC Nadav Shoshani (@LTC_Shoshani) October 17, 2024 Á myndskeiðinu má sjá hvernig Sinwar fylgist með drónanum og kastar að lokum spýtu í átt að honum. Skömmu síðar endar myndskeiðið en á eftir fylgdi árás sem er sögð hafa orðið Sinwar að bana. Það var ekki fyrr en líkamsleifar mannsins fundust í rústunum sem menn áttuðu sig á því að líklegast væri um foringjann að ræða. Herinn hefur deilt mynd af lík manns sem vissulega líkist Sinwar en auðkenni hans var staðfest með erfðarannsókn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Tengdar fréttir Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31 Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38 Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52 Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist voru þrír hermenn Ísraelshers við leit í Tal El Sultan í suðurhluta Gasa í gær, þegar þeir komu auga á þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Skutu þeir á mennina og skotbardagi braust út. Hermennirnir vissu ekki að Sinwar væri einn af þremenningunum. Hann særðist í skotárásinni en tókst að flýja inn í byggingu. Skömmu síðar var dróni sendur inn í umrædda byggingu og á myndskeiðinu má sjá mann klæddan höfuðklút, sem herinn bar seinna kennsl á sem Sinwar. Sat hann í stól í húsarústunum og var augljóslega særður. Raw footage of Yahya Sinwar’s last moments: pic.twitter.com/GJGDlu7bie— LTC Nadav Shoshani (@LTC_Shoshani) October 17, 2024 Á myndskeiðinu má sjá hvernig Sinwar fylgist með drónanum og kastar að lokum spýtu í átt að honum. Skömmu síðar endar myndskeiðið en á eftir fylgdi árás sem er sögð hafa orðið Sinwar að bana. Það var ekki fyrr en líkamsleifar mannsins fundust í rústunum sem menn áttuðu sig á því að líklegast væri um foringjann að ræða. Herinn hefur deilt mynd af lík manns sem vissulega líkist Sinwar en auðkenni hans var staðfest með erfðarannsókn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Tengdar fréttir Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31 Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38 Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52 Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31
Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38
Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52
Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31