Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 11:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ítrekað þurft að svara fyrir fortíðarþrá sem margir samflokksmenn hennar virðast haldnir eftir tíma fasismans. Hún segist sjálf hafna alræðishyggju þótt hún vilji ekki lýsa sér sem „andfasista“. Vísir/EPA Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira