Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun