Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 09:43 Hildur Kristín segir stóran hluta slysa vera rakinn til símanotkunar undir stýri. Vísir Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is. Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is.
Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira