Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 14:45 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar