Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar 23. nóvember 2024 10:47 „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun