Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2024 11:42 Undirrituðum var bent á að erlendir iðnmeistarar frá Austur-Evrópu væru komnir inn á lista hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem löggiltir iðnmeistarar. Þeir eru þar með komnir í beina samkeppni við íslenska iðnmeistara án þess að hafa farið í meistaraskóla, eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Íslenskir iðnaðarmenn þurfa að fara í tveggja ára nám í meistaraskóla, að loknu sveinsprófi, til að komast á lista hjá HMS. Viðkomandi þarf að hafa meistarabréf, útgefið af sýslumanni, og í framhaldinu getur hann tekið að sér úttektarskyld verkefni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN) Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett það í hendurnar á ENIC/NARIC að meta menntun erlendra iðnaðarmanna sem áður var í höndum Menntamálastofnun sem búið er að leggja niður. Iðnnám á Íslandi er að jafnaði fjögur ár (hægt er að stytta það með Ferilbók), en víða í Austur-Evrópu er það þrjú ár. Einstaklingur sem hefur lokið sveinsprófi í Austur-Evrópu getur sótt um meistarabréf í sínu landi með því að fara á helgarnámskeið. Í Austur-Evrópu eru engir meistaraskólar. Það er ekki hægt að bera saman nám sem ekki er til við meistaraskólann hér á Íslandi.Inni á síðu ENIC/NARIC er hægt að skoða mat á námi til iðnmeistaraprófs – fordæmi frá 1996 – og þar eru meistarabréf frá Danmörku og Noregi borin saman við meistarabréf frá Íslandi. Meistarabréf frá Austur-Evrópu eru ekki á þeim lista. Undirritaður bað um að fá að sjá gögnin en fékk ekki að sjá þau og var borið við persónuvernd. Þær upplýsingar sem voru gefnar var að gögnin litu vel út, væru með stimpli og mynd af viðkomandi, þó svo að ekki hafi verið hægt að upplýsa um innihaldið. Eini tilgangurinn með því að skoða þessi gögn var til að bera þau saman við brautarlýsingar meistaraskólans hér á Íslandi. ENIC/NARIC, ásamt HMS og sýslumanni, sem gefur út meistarabréfin hér á Íslandi, virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að þriggja ára iðnnám í Austur-Evrópu sé miklu betra en hið íslenska. Það sé svo öflugt að sveinar á þeim slóðum þurfi ekki að fara í tveggja ára viðbótarnám í meistaraskóla, eins og iðnaðarmenn á Íslandi, til að fá meistarabréf.Meistarabréfið veitir leyfi til atvinnurekstrar í lögverndaðri iðngrein ásamt heimild til að taka nema á samning. Ef þetta fær að staðist geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis. Framtíð Meistaraskólans Meistaraskólinn á Íslandi er viðbótarnám við framhaldsskóla á fjórða hæfniþrepi, samkvæmt lögum nr. 92 frá 2008. Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði. Eftir nám geta meistarar tekið sveina í verklegt nám í iðngreininni og rekið eigin fyrirtæki lögum samkvæmt, þar sem kennt er meðal annars almenn lögfræði og reglugerðir sem gilda hér á Íslandi. Meistaraskólinn hefur þróast í gegnum árin og er fyrst og fremst til að undirbúa verðandi meistara til að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir varðandi mannvirkjagerð, fræðslu iðnnema og almennan rekstur fyrirtækja. Hver verður framtíð meistaraskólans hér á Íslandi ef útspil HVIN fær að standa? Eitt er víst: Jafnræði þarf að ríkja. Það gengur ekki upp að iðnaðarmaður sem ekki hefur farið í meistaraskóla fái meistarabréf hér á landi frá sýslumanni og þar með þau réttindi sem meistarabréfið tekur til. Einnig þarf að fá á hreint af hverju HMS, sem á að tryggja að mannvirki hér á Íslandi standist gæðakröfur og sýslumaður samþykkir þetta útspil ráðherra? Með því er verið að gjaldfella iðnnám hér á landi. Áhyggjur mínar snúa að gjaldfellingu íslenska iðnnámsins. Þetta gerist á sama tíma og aðsókn í iðnnám hefur stóraukist og við glaðst yfir því að ungt fólk sé að velja iðnnám til að búa sig undir framtíðarstörf. Áhyggjur víða í Evrópu Í fyrra fór ég á ráðstefnu í Brussel. Þar komu fram áhyggjur í ýmsum löndum Evrópu vegna þess að ungt fólk skilar sér ekki í iðnnám. Það hefur gerst þrátt fyrir að Evrópa hafi fjarlægt hindranir fyrir því að hver sem er megi vinna við iðnaðarstörf, faglærðir og ófaglærðir. Á ráðstefnunni var ég spurður hver væri helsta ástæðan fyrir mikilli aðsókn í iðnnám á Íslandi. Svarið var einfalt: Lögverndun iðngreina veitir þeim sem leggja það á sig að mennta sig starfsöryggi sem er mikil gæðatrygging fyrir neytendur. Víða í Evrópu er mikil umræða um að snúa þessari þróun við og löggilda iðngreinar á ný. Það hafa t.d. Þjóðverjar gert eftir að þeir afnámu löggildingar iðngreina fyrir nokkrum árum. Í lokin vil ég undirstrika eitt mikilvægt atriði: Iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu eru ekki verri eða betri einstaklingar en íslenskir iðnaðarmenn. Ég er aðeins að benda á gjaldfellingu íslenska iðnnámsins. HMS hefur undanfarin misseri reynt að sporna við mistökum í mannvirkjagerð. Þannig hefur verið komið upp öflugu gæðakerfi til að fyrirbyggja handvömm og mistök. Meistaraskólinn leggur sitt af mörkum við undirbúning verðandi iðnmeistara til að vinna samkvæmt gæðakerfinu. Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Samtök iðnaðarins buðu formönnum og fulltrúum átta stjórnmálaflokka á kosningafund í Silfurbergi í Hörpu fyrir komandi kosninga. Ein af spurningunum sem lögð var fyrir formenn flokkana var hvort það ætti að efla eftirlit með starfsemi réttindalausa í iðngreinum. Sjálfstæðisflokkurinn var einn flokka sem gaf ekki upp sína afstöðu. Eru iðnaðarmenn Íslands ein af þessum ,,stétt með stétt” sem Sjáflstæðisflokkurinn hefur fjarlægst? Er það ástæðan fyrir því að ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að gjaldfella íslenska iðnnámið? Guð blessi Ísland. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituðum var bent á að erlendir iðnmeistarar frá Austur-Evrópu væru komnir inn á lista hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem löggiltir iðnmeistarar. Þeir eru þar með komnir í beina samkeppni við íslenska iðnmeistara án þess að hafa farið í meistaraskóla, eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Íslenskir iðnaðarmenn þurfa að fara í tveggja ára nám í meistaraskóla, að loknu sveinsprófi, til að komast á lista hjá HMS. Viðkomandi þarf að hafa meistarabréf, útgefið af sýslumanni, og í framhaldinu getur hann tekið að sér úttektarskyld verkefni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN) Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett það í hendurnar á ENIC/NARIC að meta menntun erlendra iðnaðarmanna sem áður var í höndum Menntamálastofnun sem búið er að leggja niður. Iðnnám á Íslandi er að jafnaði fjögur ár (hægt er að stytta það með Ferilbók), en víða í Austur-Evrópu er það þrjú ár. Einstaklingur sem hefur lokið sveinsprófi í Austur-Evrópu getur sótt um meistarabréf í sínu landi með því að fara á helgarnámskeið. Í Austur-Evrópu eru engir meistaraskólar. Það er ekki hægt að bera saman nám sem ekki er til við meistaraskólann hér á Íslandi.Inni á síðu ENIC/NARIC er hægt að skoða mat á námi til iðnmeistaraprófs – fordæmi frá 1996 – og þar eru meistarabréf frá Danmörku og Noregi borin saman við meistarabréf frá Íslandi. Meistarabréf frá Austur-Evrópu eru ekki á þeim lista. Undirritaður bað um að fá að sjá gögnin en fékk ekki að sjá þau og var borið við persónuvernd. Þær upplýsingar sem voru gefnar var að gögnin litu vel út, væru með stimpli og mynd af viðkomandi, þó svo að ekki hafi verið hægt að upplýsa um innihaldið. Eini tilgangurinn með því að skoða þessi gögn var til að bera þau saman við brautarlýsingar meistaraskólans hér á Íslandi. ENIC/NARIC, ásamt HMS og sýslumanni, sem gefur út meistarabréfin hér á Íslandi, virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að þriggja ára iðnnám í Austur-Evrópu sé miklu betra en hið íslenska. Það sé svo öflugt að sveinar á þeim slóðum þurfi ekki að fara í tveggja ára viðbótarnám í meistaraskóla, eins og iðnaðarmenn á Íslandi, til að fá meistarabréf.Meistarabréfið veitir leyfi til atvinnurekstrar í lögverndaðri iðngrein ásamt heimild til að taka nema á samning. Ef þetta fær að staðist geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis. Framtíð Meistaraskólans Meistaraskólinn á Íslandi er viðbótarnám við framhaldsskóla á fjórða hæfniþrepi, samkvæmt lögum nr. 92 frá 2008. Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði. Eftir nám geta meistarar tekið sveina í verklegt nám í iðngreininni og rekið eigin fyrirtæki lögum samkvæmt, þar sem kennt er meðal annars almenn lögfræði og reglugerðir sem gilda hér á Íslandi. Meistaraskólinn hefur þróast í gegnum árin og er fyrst og fremst til að undirbúa verðandi meistara til að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir varðandi mannvirkjagerð, fræðslu iðnnema og almennan rekstur fyrirtækja. Hver verður framtíð meistaraskólans hér á Íslandi ef útspil HVIN fær að standa? Eitt er víst: Jafnræði þarf að ríkja. Það gengur ekki upp að iðnaðarmaður sem ekki hefur farið í meistaraskóla fái meistarabréf hér á landi frá sýslumanni og þar með þau réttindi sem meistarabréfið tekur til. Einnig þarf að fá á hreint af hverju HMS, sem á að tryggja að mannvirki hér á Íslandi standist gæðakröfur og sýslumaður samþykkir þetta útspil ráðherra? Með því er verið að gjaldfella iðnnám hér á landi. Áhyggjur mínar snúa að gjaldfellingu íslenska iðnnámsins. Þetta gerist á sama tíma og aðsókn í iðnnám hefur stóraukist og við glaðst yfir því að ungt fólk sé að velja iðnnám til að búa sig undir framtíðarstörf. Áhyggjur víða í Evrópu Í fyrra fór ég á ráðstefnu í Brussel. Þar komu fram áhyggjur í ýmsum löndum Evrópu vegna þess að ungt fólk skilar sér ekki í iðnnám. Það hefur gerst þrátt fyrir að Evrópa hafi fjarlægt hindranir fyrir því að hver sem er megi vinna við iðnaðarstörf, faglærðir og ófaglærðir. Á ráðstefnunni var ég spurður hver væri helsta ástæðan fyrir mikilli aðsókn í iðnnám á Íslandi. Svarið var einfalt: Lögverndun iðngreina veitir þeim sem leggja það á sig að mennta sig starfsöryggi sem er mikil gæðatrygging fyrir neytendur. Víða í Evrópu er mikil umræða um að snúa þessari þróun við og löggilda iðngreinar á ný. Það hafa t.d. Þjóðverjar gert eftir að þeir afnámu löggildingar iðngreina fyrir nokkrum árum. Í lokin vil ég undirstrika eitt mikilvægt atriði: Iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu eru ekki verri eða betri einstaklingar en íslenskir iðnaðarmenn. Ég er aðeins að benda á gjaldfellingu íslenska iðnnámsins. HMS hefur undanfarin misseri reynt að sporna við mistökum í mannvirkjagerð. Þannig hefur verið komið upp öflugu gæðakerfi til að fyrirbyggja handvömm og mistök. Meistaraskólinn leggur sitt af mörkum við undirbúning verðandi iðnmeistara til að vinna samkvæmt gæðakerfinu. Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Samtök iðnaðarins buðu formönnum og fulltrúum átta stjórnmálaflokka á kosningafund í Silfurbergi í Hörpu fyrir komandi kosninga. Ein af spurningunum sem lögð var fyrir formenn flokkana var hvort það ætti að efla eftirlit með starfsemi réttindalausa í iðngreinum. Sjálfstæðisflokkurinn var einn flokka sem gaf ekki upp sína afstöðu. Eru iðnaðarmenn Íslands ein af þessum ,,stétt með stétt” sem Sjáflstæðisflokkurinn hefur fjarlægst? Er það ástæðan fyrir því að ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að gjaldfella íslenska iðnnámið? Guð blessi Ísland. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun