Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2024 12:00 Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar