Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 19:52 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu lögðu fram ályktun um að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. AP/Ryu Hyung Seok Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag. Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa. Suður-Kórea Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa.
Suður-Kórea Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent