„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 14:11 Frá útför aðgerðasinnans Mazen al-Hamada í Damaskus í dag. Afmyndað lík hans fannst í alræmdu fangelsi nærri höfuðborginni á dögunum og virðist sem hann hafi verið pyntaður áður en hann var myrtur, skömmu áður en fangaverðir flúðu frá fangelsinu. AP/Hussein Malla Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Þetta hefur samkvæmt heimildum Reuters frá Sýrlandi leitt til áhyggja um að öðrum röddum verði ekki leyft að heyrast nægilega vel við stjórnarborð HTS og að ný ríkisstjórnarmyndun sé í raun yfirtaka HTS á sýrlenska ríkinu. Stefna á kosningar á næsta ári Uppreisnarhópar Sýrlands eru mjög fjölbreyttir og hafa deilt sín á milli og jafnvel innbyrðis í gegnum árin. Þá eru margir trúarhópar og fjölbreytt þjóðbrot í Sýrlandi. Sharaa og aðrir leiðtogar HTS hafa heitið því að virða minnihlutahópa og réttindi þeirra og mun það að líkindum reynast mikilvægt vilji þeir losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi og fá aðstoð erlendis frá. Þá þurfa þeir einnig að samtvinna aðra uppreisnarhópa inn í störf þeirra og koma þannig í veg fyrir frekari átök. Sjá einnig: Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Bashir hefur heitið því að hætta í embætti í mars en enn sem komið er hefur ekki verið opinberað hvernig leiðtogar HTS hyggjast ætla að standa að myndun nýrra stjórnvalda og mögulegrar nýrrar stjórnarskrár. Til stendur að halda kosningar á næsta ári, eins og Washington Post hefur eftir talsmanni nýs innanríkisráðherra Sýrlands, sem var áður innanríkisráðherra HTS í Idlib. „Við komum ekki hingað til að taka völd, ríkisstjórnin er fyrir alla Sýrlendinga,“ sagði talsmaðurinn. Sharaa fundaði í gær með öðrum uppreisnarleiðtogum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist, svo stjórnarmyndunarferli og umræður því tengdar eru eðli málsins samkvæmt ekki langt komnar. Bashir sagði í nýlegu viðtali að fyrsta verkefni ríkisstjórnar hans væri að tryggja öryggi í Sýrlandi. Þjóðin hefði fengið nóg af óréttlæti og harðræði. Það þyrfti að tryggja það að fólk gæti snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi. Hann sagði þó að til þess þyrfti fjármagn. Það væri ekki til að svo stöddu og ríkið ætti ekki neinn forða af erlendum gjaldeyri. „Sjóðir okkar ur þurrausnir,“ sagði Bashir. „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu.“ Enn skilgreind sem hryðjuverkasamtök HTS eru enn skilgreind sem hryðjuverkasamtök víða um heim, enda liggja rætur samtakanna hjá al-Qaeda í Írak. Samtökin hafa verið sökuð um harðræði í Idlib-héraði þar sem þau hafa í raun rekið smátt ríki undanfarin ár, eins og áður hefur komið fram. Sharaa gekk á árum áður til liðs við al-Qaeda eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Árið 2011 sneri Jolani aftur til Sýrlands með sex menn og töluvert magn peninga, þá hafði Abu Bakr al-Baghdadi, þáverandi leiðtogi al-Qaeda í Írak og verðandi leiðtogi Íslamska ríkisins, gefið Jolani það verkefni að stofna deild hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi, sem bar nafnið Jabhat Al Nusra, eða Nusra front. Jolani steig fram í sviðsljósið árið 2016, og lýsti því yfir að hann ætlaði að slíta tengslin við al-Qaeda og að í staðinn yrðu samtök hans kölluð Jabhat Fateh al-Sham og breyttist nafnið svo seinna í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Eins og fram kemur hér að ofan mun HTS þurfa fjármagn og þykir líklegt að samtökin muni mæta mikilli tortryggni frá nýrri ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum. Ráðgjafi hans á sviði öryggismála sagði til að mynda á dögunum að Sharaa væri með hugaróra ef hann héldi að heimurinn og nágrannar Sýrlands myndu styðja hann í að mynda alræðisstjórn í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því að Sharaa og Bashir hafi í dag fundað með utanríkisráðherra Tyrklands og yfirmanni leyniþjónustu Tyrklands í Damaskus. Þeir eru fyrstu erlendu erindrekarnir til að sækja nýtt Sýrland heim, enda eru Tyrkir áhrifamiklir meðal sýrlenskra uppreisnarhópa. Turkish FM Hakan Fidan and head of intel Ibrahim Kalin are first two foreign officials to visit Syria after the toppling of Bashar Assad. pic.twitter.com/hn2vA0QNwi— Ali Hashem علي هاشم (@alihashem_tv) December 12, 2024 Átök milli Kúrda og Tyrkja Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF stjórna stórum hluta norðausturhluta Sýrlands. Þar hafa harðir bardagar átt sér stað á undanförnum dögum milli SDF annarsvegar og uppreisnarhópa sem njóta mikils stuðnings frá Tyrklandi en þessir hópar ganga undir nafninu Syrian National Army eða SNA. Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar telja sérfræðingar að þessir hópar séu að mestu myndaðir mönnum sem sjá tækifæri á hagnaði og er illa við Kúrda. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Tyrkir hafa gert þó nokkrar loftárásir gegn SDF en sýrlenskir Kúrdar tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi (PKK) nánum böndum. Kúrdar eru sagðir hafa þurft að hörfa frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmennirnir og Tyrkir hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á bæinn Kobane. Sá bær var mikið milli tannanna á fólki árin 2014 og 2015 þegar vígamenn Íslamska ríkisins sátu um hann. Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu daga hafa sýnt uppreisnarmenn skjóta særða Kúrda á sjúkrahúsi í Manbbij. Fregnir hafa borist af því að samkomulag um vopnahlé milli SDF og SNA hafi verið samþykkt en bardagar geisa enn á svæðinu. SDF njóta stuðnings Bandaríkjanna en um níu hundruð bandarískir hermenn eru á yfirráðasvæði regnhlífarsamtakanna og börðust þeir saman gegn Íslamska ríkinu á árum áður. Kúrdar halda þúsundum vígamanna ISIS og fjölskyldum þeirra enn í fangelsum og búðum á yfirráðasvæði þeirra. Árið 2019, þegar Tyrkir og uppreisnarmenn á þeirra snærum réðust á Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og ætluðu sér að stofna sérstakt verndarsvæði þar, gerðu leiðtogar SDF samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad um að stjórnarhernum yrði hleypt inn á yfirráðasvæði SDF, til að koma í veg fyrir árásir Tyrkja. Það samstarf gerði marga uppreisnarmenn reiða í gerð SDF og Kúrda. Óvíst hvað Trump gerir Aðrir uppreisnarhópar í Sýrlandi, og þar á meðal HTS að einhverju leyti, hafa einnig notið stuðnings Tyrkja í gegnum árin og óttast Kúrdar að enda einnig í átökum við þá. Sharaa hefur þó gefið til kynna að hann vilji það ekki en óljóst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Vilji Sharaa og aðrir gera samkomulag við Kúrda mun það líklega þurfa að fela í sér einhverskonar sjálfsstjórn Kúrda og það myndi án efa reita ráðamenn í Ankara til reiði. Þá er einnig stór spurning hvort ríkisstjórn Trumps muni halda áfram stuðningi Bandaríkjanna við Kúrda. Síðast þegar hann var forseti reyndi hann að hætta þeim stuðningi en það gekk ekki eftir og þá meðal annars vegna þrýstings frá þingmönnum Repúlibkanaflokksins. Þegar ríkisstjórn Assads féll skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn að Sýrland kæmi Bandaríkjunum ekkert við og Bandaríkjamenn hefðu ekkert að gera með að taka þátt í átökum þar. Sýrland Hernaður Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Þetta hefur samkvæmt heimildum Reuters frá Sýrlandi leitt til áhyggja um að öðrum röddum verði ekki leyft að heyrast nægilega vel við stjórnarborð HTS og að ný ríkisstjórnarmyndun sé í raun yfirtaka HTS á sýrlenska ríkinu. Stefna á kosningar á næsta ári Uppreisnarhópar Sýrlands eru mjög fjölbreyttir og hafa deilt sín á milli og jafnvel innbyrðis í gegnum árin. Þá eru margir trúarhópar og fjölbreytt þjóðbrot í Sýrlandi. Sharaa og aðrir leiðtogar HTS hafa heitið því að virða minnihlutahópa og réttindi þeirra og mun það að líkindum reynast mikilvægt vilji þeir losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi og fá aðstoð erlendis frá. Þá þurfa þeir einnig að samtvinna aðra uppreisnarhópa inn í störf þeirra og koma þannig í veg fyrir frekari átök. Sjá einnig: Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Bashir hefur heitið því að hætta í embætti í mars en enn sem komið er hefur ekki verið opinberað hvernig leiðtogar HTS hyggjast ætla að standa að myndun nýrra stjórnvalda og mögulegrar nýrrar stjórnarskrár. Til stendur að halda kosningar á næsta ári, eins og Washington Post hefur eftir talsmanni nýs innanríkisráðherra Sýrlands, sem var áður innanríkisráðherra HTS í Idlib. „Við komum ekki hingað til að taka völd, ríkisstjórnin er fyrir alla Sýrlendinga,“ sagði talsmaðurinn. Sharaa fundaði í gær með öðrum uppreisnarleiðtogum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist, svo stjórnarmyndunarferli og umræður því tengdar eru eðli málsins samkvæmt ekki langt komnar. Bashir sagði í nýlegu viðtali að fyrsta verkefni ríkisstjórnar hans væri að tryggja öryggi í Sýrlandi. Þjóðin hefði fengið nóg af óréttlæti og harðræði. Það þyrfti að tryggja það að fólk gæti snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi. Hann sagði þó að til þess þyrfti fjármagn. Það væri ekki til að svo stöddu og ríkið ætti ekki neinn forða af erlendum gjaldeyri. „Sjóðir okkar ur þurrausnir,“ sagði Bashir. „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu.“ Enn skilgreind sem hryðjuverkasamtök HTS eru enn skilgreind sem hryðjuverkasamtök víða um heim, enda liggja rætur samtakanna hjá al-Qaeda í Írak. Samtökin hafa verið sökuð um harðræði í Idlib-héraði þar sem þau hafa í raun rekið smátt ríki undanfarin ár, eins og áður hefur komið fram. Sharaa gekk á árum áður til liðs við al-Qaeda eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Árið 2011 sneri Jolani aftur til Sýrlands með sex menn og töluvert magn peninga, þá hafði Abu Bakr al-Baghdadi, þáverandi leiðtogi al-Qaeda í Írak og verðandi leiðtogi Íslamska ríkisins, gefið Jolani það verkefni að stofna deild hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi, sem bar nafnið Jabhat Al Nusra, eða Nusra front. Jolani steig fram í sviðsljósið árið 2016, og lýsti því yfir að hann ætlaði að slíta tengslin við al-Qaeda og að í staðinn yrðu samtök hans kölluð Jabhat Fateh al-Sham og breyttist nafnið svo seinna í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Eins og fram kemur hér að ofan mun HTS þurfa fjármagn og þykir líklegt að samtökin muni mæta mikilli tortryggni frá nýrri ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum. Ráðgjafi hans á sviði öryggismála sagði til að mynda á dögunum að Sharaa væri með hugaróra ef hann héldi að heimurinn og nágrannar Sýrlands myndu styðja hann í að mynda alræðisstjórn í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því að Sharaa og Bashir hafi í dag fundað með utanríkisráðherra Tyrklands og yfirmanni leyniþjónustu Tyrklands í Damaskus. Þeir eru fyrstu erlendu erindrekarnir til að sækja nýtt Sýrland heim, enda eru Tyrkir áhrifamiklir meðal sýrlenskra uppreisnarhópa. Turkish FM Hakan Fidan and head of intel Ibrahim Kalin are first two foreign officials to visit Syria after the toppling of Bashar Assad. pic.twitter.com/hn2vA0QNwi— Ali Hashem علي هاشم (@alihashem_tv) December 12, 2024 Átök milli Kúrda og Tyrkja Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF stjórna stórum hluta norðausturhluta Sýrlands. Þar hafa harðir bardagar átt sér stað á undanförnum dögum milli SDF annarsvegar og uppreisnarhópa sem njóta mikils stuðnings frá Tyrklandi en þessir hópar ganga undir nafninu Syrian National Army eða SNA. Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar telja sérfræðingar að þessir hópar séu að mestu myndaðir mönnum sem sjá tækifæri á hagnaði og er illa við Kúrda. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Tyrkir hafa gert þó nokkrar loftárásir gegn SDF en sýrlenskir Kúrdar tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi (PKK) nánum böndum. Kúrdar eru sagðir hafa þurft að hörfa frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmennirnir og Tyrkir hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á bæinn Kobane. Sá bær var mikið milli tannanna á fólki árin 2014 og 2015 þegar vígamenn Íslamska ríkisins sátu um hann. Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu daga hafa sýnt uppreisnarmenn skjóta særða Kúrda á sjúkrahúsi í Manbbij. Fregnir hafa borist af því að samkomulag um vopnahlé milli SDF og SNA hafi verið samþykkt en bardagar geisa enn á svæðinu. SDF njóta stuðnings Bandaríkjanna en um níu hundruð bandarískir hermenn eru á yfirráðasvæði regnhlífarsamtakanna og börðust þeir saman gegn Íslamska ríkinu á árum áður. Kúrdar halda þúsundum vígamanna ISIS og fjölskyldum þeirra enn í fangelsum og búðum á yfirráðasvæði þeirra. Árið 2019, þegar Tyrkir og uppreisnarmenn á þeirra snærum réðust á Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og ætluðu sér að stofna sérstakt verndarsvæði þar, gerðu leiðtogar SDF samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad um að stjórnarhernum yrði hleypt inn á yfirráðasvæði SDF, til að koma í veg fyrir árásir Tyrkja. Það samstarf gerði marga uppreisnarmenn reiða í gerð SDF og Kúrda. Óvíst hvað Trump gerir Aðrir uppreisnarhópar í Sýrlandi, og þar á meðal HTS að einhverju leyti, hafa einnig notið stuðnings Tyrkja í gegnum árin og óttast Kúrdar að enda einnig í átökum við þá. Sharaa hefur þó gefið til kynna að hann vilji það ekki en óljóst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Vilji Sharaa og aðrir gera samkomulag við Kúrda mun það líklega þurfa að fela í sér einhverskonar sjálfsstjórn Kúrda og það myndi án efa reita ráðamenn í Ankara til reiði. Þá er einnig stór spurning hvort ríkisstjórn Trumps muni halda áfram stuðningi Bandaríkjanna við Kúrda. Síðast þegar hann var forseti reyndi hann að hætta þeim stuðningi en það gekk ekki eftir og þá meðal annars vegna þrýstings frá þingmönnum Repúlibkanaflokksins. Þegar ríkisstjórn Assads féll skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn að Sýrland kæmi Bandaríkjunum ekkert við og Bandaríkjamenn hefðu ekkert að gera með að taka þátt í átökum þar.
Sýrland Hernaður Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira