Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar 13. desember 2024 14:00 Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar