Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2024 09:05 Kona dreypir á piña colada, vonandi ómengaðri. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos. Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos.
Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59