Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 09:03 Aitana Bonmati og Vinicius Junior þóttu best allra í fótbolta 2024. Samsett/Getty Vinicius Junior og Aitana Bonmatí voru í gær valin besta knattspyrnufólk ársins 2024, á árlegu hófi FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Fyrirliðar, landsliðsþjálfarar og fjölmiðlamenn sjá um kjörið og voru fulltrúar Íslands allir ósammála því að Vinicius hefði verið bestur. Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA. Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA.
Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira