Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:50 Olíuskipið Eagle S er hluti af rússneskum skuggaflota. AP/Jussi Nukari Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn. Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn.
Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58