Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins. AP/Ahn Young-joon Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá. Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira