Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 09:47 Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefur rannsakað Trump undanfarin ár vegna tveggja mála. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega. Smith var skipaður af Garland og hefur séð um að rannsaka Trump vegna tveggja mála. Annars vegar hefur hann haft aðkomu Trumps að árásinni að þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 til rannsóknar en þá reyndu stuðningsmenn Trumps að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Þá hefur hann einnig rannsakað Trump vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í janúar 2021. Lögum samkvæmt hefði hann átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin. Reglur ráðuneytisins segja til um að sérstakir rannsakendur verði að skrifa skýrslur um rannsóknir sínar þar sem þeir fara yfir helstu vendingar í málum sem þeir hafa til rannsóknar og útskýri ákvarðanir sínar. Skýrslan í skjalamálinu er sögð í undirbúningi og lögmenn Trumps halda því fram að hún verði líklega birt á næstu dögum. Óljóst er hvort til standi að skrifa skýrslu í hinu málinu um árásina á þinghúsið. Smith ákærði Trump í því máli á grunni njósnalaga Bandaríkjanna en málið var látið falla niður af Aileen Cannon, dómara sem Trump skipaði í embætti á fyrsta kjörtímabili sínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir umdeildar ákvarðanir sem hafa þótt Trump í vil. Hún vísaði málinu þó frá og á þeim umdeilda grunni að Smith hefði ekki verið skipaður í embætti samkvæmt lögum, þrátt fyrir fjölmörg fordæmi áratugi aftur í tímann. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna starfsreglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi sækja sitjandi forseta til saka og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Skýrsla Smiths verður því að lokum endalokin á störfum hans og teymis hans. Trump hefur sagt að hann muni reka Smith á fyrsta degi hans í embætti en saksóknarinn og teymi hans hafa unnið að því að klára skýrslur sínar áður en Trump tekur embætti og er Smith sagður ætla að hætta störfum áður en Trump getur rekið hann. Ólíklegt að kröfurnar beri árangur Lögmenn Trumps hafa sent bréf til Garlands þar sem þeir krefjast þess að hann birti ekki skýrslu Smiths í skjalamálinu og þá hafa lögmenn á vegum tveggja manna sem voru einnig ákærðir í málinu sendu kröfu til Cannon og biðja þeir hana einnig um að stöðva birtingu skýrslunnar. Trump er ekki lengur aðili að því máli eftir að hann vann forstakosningarnar í nóvember. Í bréfinu til Garlands segjast lögmenn Trumps þeir hafa séð drög að skýrslunni í skjalamálinu svokallaða og lýsa henni sem pólitískri árás á Trump, samkvæmt frétt New York Times. Þá saka þeir Smith um að starfa ólöglega og segja að birting skýrslu sem byggir á rannsókn hans fari gegn stjórnarskrá og að slíkt þjónaði eingöngu þeim tilgangi að koma höggi á Trump. Þeir segja einnig að í drögunum sem þeir hafi séð sé því haldið fram að Trump hafi brotið nokkur lög í skjalamálinu. Í grein NYT segir að báðar kröfurnar séu ólíklegar til að bera árangur. Lögmenn Trumps hafi ekkert vald til að stöðva Garland í að birta skýrsluna í skjalamálinu. Þá er einnig ólíklegt að Cannon hafi yfir höfuð vald til að þvinga dómsmálaráðherra til að birta ekki skýrslu sérstaks rannsakenda sem hann skipaði og þá sérstaklega þegar málið er ekki lengur á hennar borði. Sjá einnig: Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Hins vegar geti reynst erfitt að birta skýrsluna áður en Trump tekur embætti þar sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna þurfa að fara kyrfilega yfir hana og ganga úr skugga um að engar leynilegar upplýsingar komi þar fram. Báðir lögmennirnir sem sendu bréfið til Garlands, þeir Todd Blanche og Emil Bove, hafa verið skipaðir í háttsett embætti í dómsmálaráðuneyti Trumps og gætu komið að því á kjörtímabilinu að rannsaka rannsóknirnar gegn Trump, sem hefur heitið hefndum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. 19. desember 2024 16:28 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Smith var skipaður af Garland og hefur séð um að rannsaka Trump vegna tveggja mála. Annars vegar hefur hann haft aðkomu Trumps að árásinni að þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 til rannsóknar en þá reyndu stuðningsmenn Trumps að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Þá hefur hann einnig rannsakað Trump vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í janúar 2021. Lögum samkvæmt hefði hann átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin. Reglur ráðuneytisins segja til um að sérstakir rannsakendur verði að skrifa skýrslur um rannsóknir sínar þar sem þeir fara yfir helstu vendingar í málum sem þeir hafa til rannsóknar og útskýri ákvarðanir sínar. Skýrslan í skjalamálinu er sögð í undirbúningi og lögmenn Trumps halda því fram að hún verði líklega birt á næstu dögum. Óljóst er hvort til standi að skrifa skýrslu í hinu málinu um árásina á þinghúsið. Smith ákærði Trump í því máli á grunni njósnalaga Bandaríkjanna en málið var látið falla niður af Aileen Cannon, dómara sem Trump skipaði í embætti á fyrsta kjörtímabili sínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir umdeildar ákvarðanir sem hafa þótt Trump í vil. Hún vísaði málinu þó frá og á þeim umdeilda grunni að Smith hefði ekki verið skipaður í embætti samkvæmt lögum, þrátt fyrir fjölmörg fordæmi áratugi aftur í tímann. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna starfsreglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi sækja sitjandi forseta til saka og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Skýrsla Smiths verður því að lokum endalokin á störfum hans og teymis hans. Trump hefur sagt að hann muni reka Smith á fyrsta degi hans í embætti en saksóknarinn og teymi hans hafa unnið að því að klára skýrslur sínar áður en Trump tekur embætti og er Smith sagður ætla að hætta störfum áður en Trump getur rekið hann. Ólíklegt að kröfurnar beri árangur Lögmenn Trumps hafa sent bréf til Garlands þar sem þeir krefjast þess að hann birti ekki skýrslu Smiths í skjalamálinu og þá hafa lögmenn á vegum tveggja manna sem voru einnig ákærðir í málinu sendu kröfu til Cannon og biðja þeir hana einnig um að stöðva birtingu skýrslunnar. Trump er ekki lengur aðili að því máli eftir að hann vann forstakosningarnar í nóvember. Í bréfinu til Garlands segjast lögmenn Trumps þeir hafa séð drög að skýrslunni í skjalamálinu svokallaða og lýsa henni sem pólitískri árás á Trump, samkvæmt frétt New York Times. Þá saka þeir Smith um að starfa ólöglega og segja að birting skýrslu sem byggir á rannsókn hans fari gegn stjórnarskrá og að slíkt þjónaði eingöngu þeim tilgangi að koma höggi á Trump. Þeir segja einnig að í drögunum sem þeir hafi séð sé því haldið fram að Trump hafi brotið nokkur lög í skjalamálinu. Í grein NYT segir að báðar kröfurnar séu ólíklegar til að bera árangur. Lögmenn Trumps hafi ekkert vald til að stöðva Garland í að birta skýrsluna í skjalamálinu. Þá er einnig ólíklegt að Cannon hafi yfir höfuð vald til að þvinga dómsmálaráðherra til að birta ekki skýrslu sérstaks rannsakenda sem hann skipaði og þá sérstaklega þegar málið er ekki lengur á hennar borði. Sjá einnig: Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Hins vegar geti reynst erfitt að birta skýrsluna áður en Trump tekur embætti þar sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna þurfa að fara kyrfilega yfir hana og ganga úr skugga um að engar leynilegar upplýsingar komi þar fram. Báðir lögmennirnir sem sendu bréfið til Garlands, þeir Todd Blanche og Emil Bove, hafa verið skipaðir í háttsett embætti í dómsmálaráðuneyti Trumps og gætu komið að því á kjörtímabilinu að rannsaka rannsóknirnar gegn Trump, sem hefur heitið hefndum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. 19. desember 2024 16:28 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. 19. desember 2024 16:28
Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24