Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. janúar 2025 19:31 Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar