Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 11:03 Olíuflutningaskipið Eagle S hefur legið við ankeri nærri Porvoo í Finnlandi. AP/Antti Aimo-Koivisto Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað. Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað.
Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42