Skotbardagi við forsetahöll Tjad Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 10:52 Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar bardaginn átti sér stað. Hann tók völd í Tjad eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP/Mouta Ali Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli. Tjad Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli.
Tjad Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira