Alls sextán látin í eldunum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 10:15 Eldtefjandi efnum hefur verið kastað úr flugvélum yfir stór svæði til að reyna að hemja útbreiðslu eldanna. Myndin er tekin í bakgarði fólks í Mandeville Canyon í gær. Vísir/AP Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira